Friday 31 October 2008

Fyrstu skrif Árdísar frá Danmörku..

Við erum búin að finna sundlaug hér og fórum í hana um síðustu helgi. Laugin var mun betri og snyrtilegri en ég þorði að vona og kom reyndar mjög á óvart.
Kristín Björg er byrjuð í fimleikum og er búin að fara þrisvar sinnum. Henni finnst frábært, þær eru saman vinkonurnar hún og Malín sem er 5 ára.
Ég byrjaði að vinna í barnaskóla hér fyrir 2 vikum og er að aðstoða íslensk og dönsk börn sem eru í sérdeild. Það er ágætt og ég kynnist dönum með því að vera að vinna með þeim.
Í næstu viku byrjum við hjónin í dönskunámi. Ómar verður tvo eftirmiðdaga og ég fer tvo morgna í skólann. Mér leist betur á að við værum ekki í sama hópnum. Reyndar gengur ótrúlega vel að skilja og tala dönsku. Það voru svo margir búnir að nefna að það væri ekki möguleiki að skilja hvað þessir baunar væru að segja.
Núna er kominn VETUR hér. Ískalt og 6°C, en verður um frostmark í nótt. Það er svo mikilll raki í loftinu að það verður mjög kalt hér - líka fyrir frónbúa. Það er eins gott að við tókum öll kuldafötin með okkur.
Bless í bili. Árdís

Wednesday 29 October 2008

Fyrsta Bloggið

Hér ætlum við að blogga eins og allir hinir.