Friday, 1 May 2009

Gestagangur

Jæja þá á að fara að gera eitthvað í þessum heimasíðu málum.
Nú er svo komið að gestirnir eru farnir að streyma í hús hver á fætur öðrum. Í gær komu Inga amma og Simbi afi. Þau komu með lestinni frá Köben um 8 leitið, allt í góðu með það, tók á móti þeim með grilluðu svínakjöti og fleiru. Allir voru þreyttir og lúnir eftir langan dag og fóru því snemma í háttinn. Um kl 01 í nótt var barið á glugga einhver brjálæðingur hugsuðum við, nei ekki aldeilis haldiði að Almar hafi ekki verið mættur. Hann kom frá Malmö búinn að vera á ferðalagi í nokkrar vikur um Evrópu, missti af lestinni sem amma og afi fóru með og labbaði síðan heim til okkar. Nokkuð naskur á að finna húsið verðum við að segja.

kv
Ómar

Tuesday, 17 March 2009

17. júní á Akureyri

Árdís sýnir skartgripi og skúlptúra í Menntaskólanum á Akureyri um miðjan júní.
Ég á 25 ára stúdentsafmæli og Erla Sara Svarvarsdóttir bróðurdóttir mín útskrifast með stúdentspróf svo það verður gaman. Vonandi sjá allir í fjölskyldunni sér fært að mæta.

Monday, 12 January 2009

4ra ára afmælið 11.jan


Héldum uppá 4ra ára afmælið 11.jan. Þetta var rosa veisla öllum íslensku krökkunum var boðið og mörgum fleirum, hellingur af gjöfum opnaðar og ég veit ekki hvað. (Jóla hvað ha)


Hef ekki hugmynd afhverju myndirnar koma ekki allar inná Picasa síðuna. Sorry
kv
Pabbi

Thursday, 8 January 2009

Sonderborg að kvöldlagi

Ég fór þetta fallega janúarkvöld út með myndavélina og skaut nokkrar
myndir.
kv
Ómar

Tuesday, 6 January 2009

Kristín Björg skautadrottning

Skruppum á skauta á 13. degi jóla. Kristín Björg fékk lánaðan sérstakan snjókarl sér til aðstoðar og eins og sjá má er farin að skauta rosa flott.
kv
Ómar

Monday, 5 January 2009

Áramótin 2008-2009

Gleðileg ár allir saman.
Héldum áramótin í góðravinahópi í Norborg hér í DK.
Frábær áramót í alla staði. Borðuðum innbakaða kálfalund með tilheyrandi meðlæti smá, ráuðvín, blys og frábært veður.
kv
Ómar

Tuesday, 30 December 2008

Jólatréskemmtun og messa hjá ÍslendingafélaginuJæja þar kom að því að við fórum í messu. Haldin var messa á vegum Íslendingafélagsinns í kirkju hér í Söndeborg séra Þórir Jökull Þorsteinsson messaði. Voða flott og gaman. Eftir messuna var strunsað í safnaðarheimilið og úðað í sig kökum(nú held ég að ég sé alveg að fara að eiga), alir komu með eitthvað með sér og setu ú púk.
Það var dansað í kringum jólatréð að sjálfsögðu og jólasveinarnir komu til barnana færandi hendi.
Kv
Ómar