Tuesday 30 December 2008

Jólatréskemmtun og messa hjá Íslendingafélaginu



Jæja þar kom að því að við fórum í messu. Haldin var messa á vegum Íslendingafélagsinns í kirkju hér í Söndeborg séra Þórir Jökull Þorsteinsson messaði. Voða flott og gaman. Eftir messuna var strunsað í safnaðarheimilið og úðað í sig kökum(nú held ég að ég sé alveg að fara að eiga), alir komu með eitthvað með sér og setu ú púk.
Það var dansað í kringum jólatréð að sjálfsögðu og jólasveinarnir komu til barnana færandi hendi.
Kv
Ómar