Friday 28 November 2008

Sonderborg komin í jólagírinn

Í dag var kveikt á jólatrénu hér í bænum. Allir komnir í jólaskap. En það er tvennt sem vantar tilfinnanlega í 1.lagi Kristínu Björgu í 2.stað Árdísi og 3ja lagi snjó. Þær mæðgur eru búnar að vera heima á Íslandi síðan 24.11. Mér hundleiðist að vera einn í kotinu. Hringdi í gömlu verslunina okkar í dag og talaði við Ingu- hún ætlar að láta Árdísi taka með sér hangikjöt frá því í fyrra sem hefur ekki frosið það kalla ég hangikjöt. Eins og sést á sumum myndanna vantar mig tilfinnanlega flass.