Jæja þá á að fara að gera eitthvað í þessum heimasíðu málum.
Nú er svo komið að gestirnir eru farnir að streyma í hús hver á fætur öðrum. Í gær komu Inga amma og Simbi afi. Þau komu með lestinni frá Köben um 8 leitið, allt í góðu með það, tók á móti þeim með grilluðu svínakjöti og fleiru. Allir voru þreyttir og lúnir eftir langan dag og fóru því snemma í háttinn. Um kl 01 í nótt var barið á glugga einhver brjálæðingur hugsuðum við, nei ekki aldeilis haldiði að Almar hafi ekki verið mættur. Hann kom frá Malmö búinn að vera á ferðalagi í nokkrar vikur um Evrópu, missti af lestinni sem amma og afi fóru með og labbaði síðan heim til okkar. Nokkuð naskur á að finna húsið verðum við að segja.
kv
Ómar
Friday, 1 May 2009
Tuesday, 17 March 2009
17. júní á Akureyri
Árdís sýnir skartgripi og skúlptúra í Menntaskólanum á Akureyri um miðjan júní.
Ég á 25 ára stúdentsafmæli og Erla Sara Svarvarsdóttir bróðurdóttir mín útskrifast með stúdentspróf svo það verður gaman. Vonandi sjá allir í fjölskyldunni sér fært að mæta.
Ég á 25 ára stúdentsafmæli og Erla Sara Svarvarsdóttir bróðurdóttir mín útskrifast með stúdentspróf svo það verður gaman. Vonandi sjá allir í fjölskyldunni sér fært að mæta.
Monday, 12 January 2009
4ra ára afmælið 11.jan
Thursday, 8 January 2009
Tuesday, 6 January 2009
Kristín Björg skautadrottning
Skruppum á skauta á 13. degi jóla. Kristín Björg fékk lánaðan sérstakan snjókarl sér til aðstoðar og eins og sjá má er farin að skauta rosa flott.
kv
Ómar
kv
Ómar
Monday, 5 January 2009
Áramótin 2008-2009
Tuesday, 30 December 2008
Jólatréskemmtun og messa hjá Íslendingafélaginu
Jæja þar kom að því að við fórum í messu. Haldin var messa á vegum Íslendingafélagsinns í kirkju hér í Söndeborg séra Þórir Jökull Þorsteinsson messaði. Voða flott og gaman. Eftir messuna var strunsað í safnaðarheimilið og úðað í sig kökum(nú held ég að ég sé alveg að fara að eiga), alir komu með eitthvað með sér og setu ú púk.
Það var dansað í kringum jólatréð að sjálfsögðu og jólasveinarnir komu til barnana færandi hendi.
KvÓmar
Subscribe to:
Posts (Atom)